Fimm mörk í Bournemouth (myndskeið)

Bournemouth vann sannfærandi 4:1-heimasigur á Leeds í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Jefferson Lerma gerði tvö fyrstu mörk Bournemouth og þeir Dominic Solanke og Antoine Semenyo komust einnig á blað. Patrick Bamford gerði mark Leeds er hann minnkaði muninn í 2:1.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert