Gylfi: United þarf alvöru markvörð

Gylfi Einarsson og Bjarni Þór Viðarsson voru gestir Tómasar Þórs Þórðarsonar í Vellinum á Símanum sport í kvöld.

Þeir ræddu gengi Manchester United og hvað liðið þarf að gera til að eiga möguleika á Englandsmeistaratitlinum.

Gylfi vill að United losi sig við David De Gea og fái betri markvörð, þrátt fyrir að hann sé talinn einn besti markvörður deildarinnar.

Umræðurnar má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert