Klopp öskraði á dómarann og tognaði (myndskeið)

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, fagnaði á undarlegan hátt þegar Diogo Jota skoraði sigurmark liðsins í dramatískum 4:3-sigri á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Í stað þess að fagna með teyminu sínu, óð hann í áttina að fjórða dómaranum John Brooks og öskraði framan í hann. Það fór ekki betur en svo að Klopp tognaði aftan í læri við sprettinn stutta.

Myndskeið af atvikinu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, ásamt umræðum þeirra Tómasar Þórs Þórðarsonar, Gylfa Einarssonar og Bjarna Þórs Viðarssonar í Vellinum á Símanum sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert