Diogo Jota var hetja Liverpool er liðið vann ótrúlegan 4:3-heimasigur á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Jota skoraði sigurmarkið á fjórðu mínútu uppbótartímans, aðeins andartökum eftir að Richarlison jafnaði í 3:3 fyrir Tottenham.
Curtis Jones, Luis Diaz og Mo Salah komu Liverpool í 3:0 snemma leiks, en Harry Kane og Heung-min Son skoruðu fyrir Tottenham, áður en Richarlison jafnaði.
Svipmyndir úr leiknum ótrúlega má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.