Wilson sá um Southampton (myndskeið)

Callum Wilson var hetja Newcastle í 3:1-sigri liðsins á Southampton í dag, þrátt fyrir að leika aðeins seinni hálfleikinn.

Wilson jafnaði metin í 1:1 á 54. mínútu og skoraði svo þriðja markið á 81. mínútu. Þess á milli skoraði Theo Walcott sjálfsmark. Stuart Armstrong skoraði mark Southampton.

Svipmyndir úr leiknum má sjá hér fyrir ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert