Caglar Söyüncü og Jamie Vardy skoruðu mörk Leicester City og Dominic Calvert-Lewin og Alex Iwobi voru á skotskónum hjá Everton þegar liðin gerðu 2:2-jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.
Auk markanna fjögurra var nóg um að vera þar sem James Maddison í liði Leicester klúðraði til að mynda vítaspyrnu.
Auk þess klúðruðu Calvert-Lewin og Vardy sannkölluðum dauðafærum með tæplega hálfrar mínútu millibili.
Öll mörkin og færin í leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.
Leikurinn var sýndur í beinni útsendingu á Símanum Sport.