Gylfi: Myndi allan daginn taka Kane

Gylfi Ein­ars­son og Bjarni Þór Viðars­son voru gest­ir Tóm­as­ar Þórs Þórðar­son­ar í Vell­in­um á Sím­an­um Sport í kvöld.

Rætt var um framherjastöðu Manchester United en félagið mun að öllum líkindum kaupa framherja í sumar. Harry Kane, leikmaður Tottenham, og Victor Osimhen, leikmaður Napolí, virðast vera efstir á lista Manchester United.

Gylfi sagði að United ætti „allan daginn að taka Kane“ þar sem þeir vita „nákvæmlega hvað þeir fá frá honum“.

Umræðurn­ar má sjá í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan, en mbl.is fær­ir ykk­ur efni úr enska bolt­an­um í sam­vinnu við Sím­ann Sport.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert