Leeds gæti rekið Spánverjann

Javi Gracia gæti hafa stýrt Leeds í síðasta skipti.
Javi Gracia gæti hafa stýrt Leeds í síðasta skipti. AFP/Steve Bardens

Forráðamenn enska úrvalsdeildarfélagsins Leeds íhuga nú að reka Javi Gracia sem knattspyrnustjóra liðsins, aðeins sex vikum eftir að hann tók við af Jesse Marsch.

Aprílmánuður var afar erfiður hjá Leeds, þar sem liðið tapaði fjórum af fimm leikjum og fékk á sig 18 mörk. Liðið tapaði 1:4 fyrir Bournemouth í gær og fékk skell á heimavelli gegn Crystal Palace á dögunum, 1:5.

Leeds er sem stendur í 16. sæti, einu stigi fyrir ofan fallsæti. Næstu leikir eru gegn Manchester City og Newcastle og því góðar líkur á að liðið verði í fallsæti eftir þá. Síðustu tveir leikir tímabilsins eru síðan við West Ham og Tottenham.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert