Marcus Rashford, sóknarmaður enska knattspyrnufélagsins Manchester United, aðstoðar nú Wes Brown, fyrrum varnarmann liðsins, sem varð gjaldþrota eftir fótboltaferilinn.
Brown spilaði í næstum 20 ár fyrir Manchester United en lenti í fjárhagslegum erfiðleikum eftir að hann hætti. Varnarmaðurinn skuldaði víst meira en milljón punda til skattsins í Bretlandi ásamt nokkra þúsunda punda til bílafyrirtækja.
Hann er talinn hafa tapaði milljónum í fasteignatengdum viðskiptum, sem rofnaði fjármagnið sem hann hafði safnað undir stjórn Sir Alex Ferguson hjá Manchester United. Dýr skilnaður Brown og Leanne Wassell er einnig sagður hafa átt sinn þátt í fjármálaveseni Browns.
Síðan þá hefur Brown fengið fjárhagslegan stuðning frá fyrrum liðsfélögum sínum. Samkvæmt The Mail hafa bæði Michael Carrick og Wayne Ronney stutt við Brown.
Marcus Rashford, sem lék aldrei með Wes Brown en var í akademíu Manchester United í sex ár af þeim 19 sem Brown var hjá félaginu, hefur hinsvegar farið skrefinu lengra.
Hann leyfir Brown að búa í einni af hans „glæsilegu eignum“ á svokölluðu „vinasamkomulagi,“ samkvæmt The Daily Express.
Rashford hefur sýnt að hann er með hjartað á réttum stað og hefur verið vikur í að hjálpa öðrum í samfélaginu, sérstaklega börnum sem eru í erfiðum aðstæðum.