Tveir lykilmenn nýliðanna frá út tímabilið

Gert að meiðslum Andreas Pereira í gær.
Gert að meiðslum Andreas Pereira í gær. AFP/Adrian Dennis

Andreas Pereira og Tim Ream, tveir lykilmanna nýliða Fulham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, meiddust í 1:2-tapi liðsins fyrir Manchester City í deildinni um liðna helgi.

Af þeim sökum verða þeir ekki meira með á tímabilinu.

Fulham hefur staðið sig frábærlega sem nýliði á því og er sem stendur í tíunda sæti með 45 stig þegar liðið á fimm leiki eftir.

Marco Silva, knattspyrnustjóri Fulham, greindi frá því á blaðamannafundi í dag að meiðsli bæði Pereira og Ream væru nægilega alvarleg til þess að halda þeim frá keppni út tímabilið.

Pereira þurfti frá að hverfa í leiknum gegn Man. City í gær eftir tæplega klukkutíma leik á meðan Ream náði aðeins að spila í 22 mínútur.

Willian er einnig tæpur en meiðsli hans eru ekki alvarleg. Hann missir að öllum líkindum af leik liðsins gegn Liverpool á miðvikudagskvöld en ætti að vera klár í slaginn gegn West Ham United um næstu helgi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert