Arsenal aftur á toppinn

Martin Ödegaard smellir boltanum sláin inn.
Martin Ödegaard smellir boltanum sláin inn. AFP/Ben Stansall

Arsenal er aftur komið í toppsæti ensku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu eftir öruggan sigur á Chelsea, 3:1, á Emirates-leikvanginum í Norður-Lundúnum í kvöld. 

Arsenal er aftur komið í efsta sæti deildarinnar, nú með 78 stig. Tveimur meira en Manchester City sem á þó tvo leiki til góða. Chelsea er í 12. sæti með 39 stig.

Fyrri hálfleikurinn var í eign Arsenal-manna en fremstur í flokki var fyrirliðinn Martin Ödegaard sem skoraði fyrstu tvö mörk heimamanna. 

Fyrsta mark Norðmannsins kom á 18. mínútu þegar hann fékk sendingu frá Svisslendingnum Granit Xhaka og smellti boltanum í slánna og inn rétt innan markteigs. 

Ödegaard fékk svo aftur sendingu frá Xhaka 13. mínútu seinna, á 31. mínútu, og smellti honum í fjær, aðeins nær markinu, 2:0. 

Aðeins þremur mínútum síðar kom svo Brasilíumaðurinn Gabriel Jesus Arsenal 3:0 yfir. Þá féll boltinn fyrir fætur hans eftir darraðardans í teignum og hann setti boltann undir Kepa markmann Chelsea og í netið. 

Seinni hálfleikurinn var aftur í eign Arsenal-manna framan af en þeir nýttu færi sín illa. Á 65. mínútu kom svo Chelsea sér aftur inn í leikinn þökk sé marki frá Noni Madueke. Þá fékk hann háa sendingu inn fyrir frá Matteo Kovacic og setti boltann framhjá Aaron Ramsdale markmanni Arsenal, 1:3 og Chelsea aftur komið í leikinn. 

Chelsea náði ekki að nýta sér meðbyrinn og fékk Arsenal í raun og veru hættulegri færi það sem eftir lifði leiks. Arsenal-menn sigldu svo 3:1-sigrinum heim. 

Næsti leikur Arsenal er gegn Newcaste á útivelli á sunnudaginn kemur. Chelsea mætir Bournemouth, einnig á útivelli, næsta laugardag. 

Arsenal 3:1 Chelsea opna loka
90. mín. Fimm mínútum bætt við.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert