Lagðist undir hnífinn vegna ökklabrots

Andreas Pereira og Tim Ream brutu báðir bein í leik …
Andreas Pereira og Tim Ream brutu báðir bein í leik gegn Manchester City um helgina. AFP/Justin Tallis

Andreas Pereira, sóknartengiliður enska knattspyrnuliðsins Fulham, er ökklabrotinn og verður því lengi frá æfingum og keppni.

Pereira meiddist illa eftir samstuð við Manuel Akanji, miðvörð Manchester City, í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag.

Strax varð ljóst að hann yrði ekki meira með á tímabilinu og í morgun fór Pereira svo í myndatöku sem leiddi í ljós að ökklinn er brotinn.

Gekkst Pereira undir skurðaðgerð í dag og væntir Fulham þess að hann snúi aftur síðar á árinu.

Þá er miðvörðurinn Tim Ream handleggsbrotinn og þarf sömuleiðis að gangast undir aðgerð vegna brotsins.

Hann meiddist líkt og Pereira í leiknum gegn Man. City og verður frá í nokkra mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert