Leeds rekur yfirmanninn

Niðurlútir leikmenn Leeds eftir skellinn gegn Bournemouth um helgina.
Niðurlútir leikmenn Leeds eftir skellinn gegn Bournemouth um helgina. AFP/Steve Bardens

Enska knattspyrnufélagið Leeds United staðfesti fyrir stundu að yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu, Victor Orta, hefði látið af störfum.

Reiknað er með því að knattspyrnustjórinn Javi Gracia verði rekinn í kjölfarið og hinn þrautreyndi Sam Allardyce ráðinn í staðinn.

Leeds er í alvarlegri fallhættu eftir slæmt gengi í undanförnum leikjum en liðið fékk skell gegn Bournemouth, 4:1, í lykilleik í fallbaráttunni um helgina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert