„Svona leið kettinum þínum“

Kurt Zouma var ákærður fyrir dýraníð í maí á síðasta …
Kurt Zouma var ákærður fyrir dýraníð í maí á síðasta ári. AFP/Ben Stansall

Stuðningsmenn Crystal Palace skutu föstum skotum að Kurt Zouma, varnarmanni West Ham, þegar liðin mættust á Selhurst Park í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á laugardaginn.

Leiknum lauk með 4:3-sigri Crystal Palace en Zouma fór meiddur af velli strax á 19. mínútu.

„Svona leið kettinum þínum,“ sungu stuðningsmenn Palace þegar Zouma haltraði af velli en miðvörðurinn var ákærður fyrir dýraníð gegn kettinum sínum í maí á síðasta ári.

Zouma, sem er 28 ára gamall, sparkaði ítrekað í kött sinn, elti hann og sló til hans, ásamt því að kasta skó í hann.

Varnarmaðurinn játaði sök í málinu og þurfti hann meðal annars að sinna 180 klukkustunda samfélagsþjónustu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert