Áfall fyrir Liverpool

Thiago er gjarn á að meiðast.
Thiago er gjarn á að meiðast. AFP

Spænski knattspyrnumaðurinn Thiago, miðjumaður Liverpool, verður ekki meira með liðinu á tímabilinu vegna meiðsla á mjöðm.

Staðarblaðið Liverpool Echo greinir frá því að ákvörðun hafi verið tekin um að Thiago gengist undir skurðaðgerð vegna meiðslanna og tekur hann því engan þátt í síðustu fimm leikjum liðsins á tímabilinu.

Thiago sneri aftur í síðasta mánuði eftir að hafa glímt við svipuð meiðsli um tveggja mánaða skeið en var ekki í leikmannahópi Liverpool í 4:3-sigri á Tottenham Hotspur á sunnudag eftir að þau tóku sig upp að nýju.

Hann hefur þegar misst af 15 leikjum hjá Liverpool á tímabilinu vegna meiðsla og verða þeir nú samtals 20.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert