Þjóðverjinn sá um Leeds (myndskeið)

Þjóðverjinn Ilkay Gündogan skoraði bæði mörk Manchester City í heimasigri á Leeds, 2:1, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.  

Gündogan fékk svo tækifæri til að fullkomna þrennuna er City fékk vítaspyrnu. Hann hinsvegar klúðraði henni og Leeds minnkaði muninn mínútu seinna, en við stóð. 

Mörkin og vítaklúðrið má sjá í spilaranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert