Enskur landsliðsmaður í átta mánaða bann

Ivan Toney er kominn í átta mánaða bann.
Ivan Toney er kominn í átta mánaða bann. AFP/Darren Staples

Enski knattspyrnumaðurinn Ivan Toney var í dag úrskurðaður í átta mánaða bann frá öllum knattspyrnutengdum viðburðum fyrir brot á veðmálareglum ensku úrvalsdeildarinnar.

Toney, sem leikur með Brentford og spilaði sinn fyrsta landsleik með enska landsliðinu á árinu, var einnig sektaður um 50.000 pund, eða 7,8 milljónir króna.

Enska sam­bandið kærði Toney und­ir lok síðasta árs fyr­ir að brjóta veðmála­regl­ur í 262 skipti, en hann veðjaði þó aldrei á eigin leiki.

Toney hef­ur verið einn besti fram­herji ensku úrvalsdeild­ar­inn­ar á leiktíðinni og skorað 20 mörk í 33 leikjum með Brentford.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka