Frá Jóhanni og félögum til Norwich

Ashley Barnes er orðinn leikmaður Norwich.
Ashley Barnes er orðinn leikmaður Norwich. Ljósmynd/Norwich

Enski knattspyrnumaðurinn Ashley Barnes er kominn í raðir Norwich í B-deildinni frá Burnley. Barnes leikur því áfram í B-deildinni, eftir að hafa hjálpað Burnley upp í úrvalsdeildina á nýliðinu tímabili.

Barnes lék 200 leiki með Burnley í ensku úrvalsdeildinni og skoraði í þeim 42 mörk. Hinn 33 ára gamli Barnes fær treyju númer tíu hjá Norwich.

Norwich olli vonbrigðum á tímabilinu, því liðið endaði í 13. sæti með 62 stig og var langt frá því að fara upp í úrvalsdeildina á nýjan leik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert