Liverpool staðfestir brotthvarf fjögurra

Roberto Firmino er að yfirgefa Liverpool.
Roberto Firmino er að yfirgefa Liverpool. AFP/Darren Staples

Enska knattspyrnufélagið Liverpool staðfesti í dag að fjórir leikmenn aðalliðsins muni yfirgefa félagið eftir leiktíðina.

Roberto Firmino, Naby Keita, James Milner og Alex Oxlade-Chamberlain eru allir samningslausir eftir leiktíðina og er því frjálst að skipta um félagið.

Þeir unnu allir Meistaradeild Evrópu, HM félagsliða og ensku úrvalsdeildina með Liverpool.

Oxlade-Chamberlain kom til Liverpool frá Arsenal árið 2017 og hefur leikið 103 deildarleiki með liðinu. Milner kom frá Manchester City árið 2015 og hefur leikið 228 deildarleiki með Liverpool.

Keita kom frá Leipzig árið 2018 og hefur leikið 84 deildarleiki með liðinu og Firmino kom frá Hoffenheim árið 2015 og hefur leikið 254 deildarleiki með Liverpool.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert