Hver verður valinn stjóri tímabilsins?

Guardiola og Arteta eru báðir tilnefndir.
Guardiola og Arteta eru báðir tilnefndir. AFP/Oli Scarff

Enska úrvalsdeildin hefur gefið út lista yfir þá sex knattspyrnustjóra sem koma til greina sem besti stjóri tímabilsins í deildinni.

Þeir stjórar sem koma til greina eru:

- Mikel Arteta, stjóri Arsenal

- Roberto De Zerbi, stjóri Brighton

- Unai Emery, stjóri Aston Villa

- Pep Guardiola, stjóri Manchester City

- Eddie Howe, stjóri Newcastle

- Marco Silva, stjóri Fulham

Afhverju eru þessir stjórar tilnefndir?

Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur náð frábærum árangri með Arsenal á þessu tímabili. Þó að það líti allt út fyrir að liðið sé að missa af enska meistaratitlinum þá er liðið öruggt í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili, í fyrsta skipti síðan tímabilið 2016-2017.

Roberto De Zerbi, knattspyrnustjóri Brighton, tók við liðinu í október og hefur komið liðinu í bullandi Evrópubaráttu. Brighton hefur unnið leiki á móti Arsenal, Manchester United, Liverpool og Chelsea á tímabilinu.

Unai Emery, knattspyrnustjóri Aston Villa, tók við liðinu í október þegar það sat í fallsæti deildarinnar. Nú er liðið í 8. sæti deildarinnar og er í baráttu um að komast í Evrópukeppni á næsta tímabili.

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, virðist vera að stýra liðinu til sigurs í deildinni þriðja árið í röð. Liðið hefur spilað 35 leiki á tímabilinu, unnið 27 og skorað 92 mörk.

Eddie Howe, knattspyrnustjóri Newcastle, hefur stýrt liði sínu í Meistaradeildarbaráttu og situr liðið í 3. sæti nú þegar þrjár umferðir eru eftir. Liðið hefur aðeins tapað 5 leikjum á tímabilinu.

Marco Silva, knattspyrnustjóri Fulham, virðist vera að ná að enda með liðið í efri helming deildarinnar. Margir spáðu liðinu falli fyrir tímabilið en Silva hefur náð frábærum árangri með það, sérstaklega ef litið er til þess að þeirra helsti markaskorari, Aleksandar Mitrovic, hefur misst af þriðjungi mótsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert