Sunderland að fá Bellingham

Jobe Bellingham er á leiðinni til Birmingham.
Jobe Bellingham er á leiðinni til Birmingham. Ljósmynd/Birmingham

Enska B-deildarfélagið Sunderland er nálægt því að ganga frá kaupum á Jobe Bellingham frá Birmingham. Jobe er yngri bróðir Jude Bellingham, sem leikur með Dortmund og enska landsliðinu.

Leikmaðurinn er aðeins 17 ára gamall og hefur vakið athygli fyrir góða frammistöðu með Birmingham og yngri landsliðum Englands.

Hann var í stúkunni er Sunderland mætti Luton í umspili um sæti í ensku úrvalsdeildinni síðastliðinn laugardag. Sunderland tapaði því einvígi og leikur því áfram í B-deildinni á næstu leiktíð.

Sunderland þarf að greiða um þrjár milljónir punda fyrir Bellingham, sem á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Birmingham. Birmingham leikur einnig í B-deildinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert