Bjuggust við lengra banni

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool.
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool. AFP/Darren Staples

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, tekur út bann á morgun þegar liðið fær Aston Villa í heimsókn á Anfield í næstsíðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Klopp var á dögunum úrskurðaður í tveggja leikja bann, síðari leikinn skilorðsbundið, fyrir ummæli sínum dómarann Paul Tierney. Sagði hann Tierney hafa „eitthvað á móti okkur“ á blaðamannafundi eftir 4:3-sigur á Tottenham Hotspur í deildinni.

Einnig er Klopp gert að greiða 75.000 pund í sekt.

„Ég bjóst við refsingu út frá öllu sem við vitum og fengum að heyra. Þetta er allt í lagi. Ég myndi vilja vita hvert peningurinn fer, hvort hann fari til góðs málefnis.

„Ef svo er greiði ég sektina með glöðu geði, ef ekki þurfum við að ræða aftur saman,“ sagði stjórinn á blaðamannafundi í dag.

Klopp sagði samstarfsmenn sína hafa óttast að hann yrði úrskurðaður í lengra bann.

„En fyrir utan þetta var fólk í kringum mig frekar neikvætt. Það hélt að bannið yrði lengra!“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert