Newcastle skoraði fjögur (myndskeið)

Callum Wilson skoraði og lagði upp annað mark fyrir Newcastle United þegar liðið vann auðveldan 4:1-sigur á Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi.

Deniz Undav kom Newcastle á bragðið með sjálfsmarki áður en Dan Burn tvöfaldaði forystuna gegn sínum gömlu félögum.

Í upphafi síðari hálfleiks skoraði Undav í rétt mark og minnkaði muninn fyrir Brighton.

Undir lokin skoraði Wilson hins vegar þriðja mark Newcastle og lagði loks upp fjórða markið fyrir Bruno Guimaraes.

Mörkin fimm úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert