Tímabili Selfyssingsins lauk með vonbrigðum

Jón Daði Böðvarsson fer ekki á Wembley með liðsfélögum sínum.
Jón Daði Böðvarsson fer ekki á Wembley með liðsfélögum sínum. Ljósmynd/Bolton Wanderers

Barnsley er komið í úrslit umspils C-deildarinnar í enska fótboltanum, þar sem sæti í B-deildinni á næstu leiktíð er undir.

Barnsley hafði betur gegn Bolton, 1:0, á heimavelli í seinni leik liðanna í kvöld. Urðu lokatölur 1:1 í fyrri leiknum og vann Barnsley því samanlagt 2:1.

Jón Daði Böðvarsson lék 21 leik með Bolton á leiktíðinni og skoraði í þeim þrjú mörk. Hann hefur verið frá keppni vegna meiðsla frá því í janúar.

Barnsley mun því mæta Sheffield Wednesday í úrslitaleiknum á Wembley þar sem leikið er um sæti í B-deildinni. Plymouth og Ipswich urðu í tveimur efstu sætum deildarinnar og fóru beint upp

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert