Awoniyi gerði út um titilvonir Arsenal (myndskeið)

Nígeríumaðurinn Taiwo Awoniyi gerði út um titilvonir Arsenal og sá til þess að Nottingham Forest bjargaði sér frá falli með sigurmarki í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Með sigrinum tryggði Nottingham Forest sæti sitt í deildinni og færði um leið Manchester City Englandsmeistaratitilinn á silfurfati. Arsenal er fjórum stigum á eftir City þegar liðið á aðeins eftir að spila einn leik.

Öll helstu tilþrif úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert