Roberto Firmino bjargaði stigi fyrir Liverpool í sínum síðasta heimaleik fyrir liðið þegar það gerði 1:1-jafntefli við Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.
Firmino, sem yfirgefur Liverpool í sumar eftir átta ára farsæla dvöl, kom inn á sem varamaður í dag og jafnaði metin einni mínútu fyrir leikslok með skoti af stuttu færi eftir magnaða fyrirgjöf Mohamed Salah.
Í fyrri hálfleik klúðraði Ollie Watkins vítaspyrnu fyrir Villa áður en Jacob Ramsey skoraði af stuttu færi eftir frábæra fyrirgjöf Douglas Luiz.
Allt það helsta úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.