Glæsimark Kane og stórleikur Mbeumo (myndskeið)

Bryan Mbeumo fór á kostum í liði Brentford þegar það vann frábæran 3:1-sigur á Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Harry Kane kom Tottenham í forystu með glæsilegu skoti fyrir utan teig eftir að Dejan Kulusevski hafði rennt boltanum til hliðar úr aukaspyrnu.

Mbeumo tók svo málin í sínar hendur í síðari hálfleik, skoraði tvívegis og lagði upp þriðja mark liðsins fyrir Yoane Wissa.

Mörkin fjögur má sjá í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert