Liðsmenn City ærðust af fögnuði (myndskeið)

Pep Guardiola og Jack Grealish voru hæstánægðir þegar kom í …
Pep Guardiola og Jack Grealish voru hæstánægðir þegar kom í ljós að City væri orðið Englandsmeistari. Ljósmynd/Manchester City

Manchester City varð í dag enskur meistari þegar Arsenal tapaði fyrir Nottingham Forest. Þetta er þriðja árið í röð sem Manchester City er Englandsmeistari.

Liðið mætir Chelsea á morgun og mun bikarinn fara á loft eftir leikinn. Leikmenn eru í óða önn að undirbúa sig fyrir þann leik og voru þeir allir staddir á æfingasvæði félagsins á meðan leikur Nottingham Forest og Arsenal fór fram í dag.

Þeir fylgdust að sjálfsögðu með leiknum og brutust út mikil fagnaðarlæti þegar flautað var til leiksloka í honum og ljóst að City væri orðið meistari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert