Manchester City er Englandsmeistari

Norðmaðurinn Erling Braut Haaland hefur verið frábær á sínu fyrsta …
Norðmaðurinn Erling Braut Haaland hefur verið frábær á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni. AFP/Paul Ellis

Manchester City varð nú rétt í þessu enskur meistari í fótbolta þriðja árið í röð. Þetta var staðfest þegar Nottingham Forest vann Arsenal, 1:0.

Manchester City er á toppi deildarinnar með 85 stig eftir 35 leiki en Arsenal er í 2. sæti með 81 stig eftir 37 leiki. Arsenal á aðeins eftir að spila einn leik og getur hæst farið í 84 stig.

Þetta er þriðji Englandsmeistaratitill Manchester City í röð en liðið hefur átt frábært tímabil og er komið í tvo úrslitaleiki auk þess að vinna deildina.

Liðið mætir Manchester United í úrslitum ensku bikarkeppninnar og mætir svo Inter Milan í úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Það er ekki síst norska framherjanum Erling Braut Haaland að þakka að City sé orðið meistari. Sá norski hefur skorað 36 mörk á tímabilinu. Þá má alveg minnast á Kevin De Bruyne sem hefur gefið 16 stoðsendingar á tímabilinu, flestar einmitt á Erling Haaland.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert