Mina tryggði gríðarlega mikilvægt stig (myndskeið)

Wolves og Everton mættust í næst síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag, leiknum lauk með 1:1 jafntefli.

Það var Suður-Kóreu maðurinn Hee-Chan Hwang sem kom heimamönnum yfir en Yerry Mina jafnaði með síðustu spyrnu leiksins. Mark sem gæti reynst gríðarlega mikilvægt í lok leiktíðar.

Allt það helsta úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert