Forest bjargaði sér frá falli og tryggði City titilinn

Nígeríumaðurinn Taiwo Awoniyi skorar hér fyrsta mark leiksins í dag.
Nígeríumaðurinn Taiwo Awoniyi skorar hér fyrsta mark leiksins í dag. AFP/Darren Staples

Nottingham Forest tók á móti Arsenal í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Óhætt er að segja að óvænt úrslit hafi litið dagsins ljós en heimamenn unnu leikinn, 1:0.

Eftir leikinn er ljóst að Arsenal getur ekki náð Manchester City að stigum og mun enda í 2. sæti deildarinnar. Nottingham Forest bjargaði sér endanlega frá falli með sigrinum í dag.

Það var Nígeríumaðurinn Taiwo Awoniyi sem kom Nottingham Forest yfir í leiknum en hann skoraði á 20. mínútu. Martin Ödegaard missti þá boltann á miðjunni hjá Arsenal og Morgan Gibbs-White keyrði upp völlinn með boltann. Hann renndi boltanum innfyrir á Awoniyi sem kláraði færi sitt vel og kom Nottingham Forest í 1:0.

Arsenal liðið virtist ekki hafa mikla trú á því að það gæti unnið þennan leik og náðu ekki að skapa sér nein teljandi færi.

Það er því ljóst að Forest mun spila í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili og er það fyllilega verðskuldað.

Nottingham F. 1:0 Arsenal opna loka
90. mín. Morgan Gibbs-White (Nottingham F.) á skot sem er varið Frábær sprettur frá Morgan Gibbs-White sem endar með skoti frá honum en það fer beint á Ramsdale í markinu. Gibbs-White hefur verið frábær í dag.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert