„Tímabil sem ég mun aldrei gleyma“

Ilkay Gündogan er fyrirliði ensku meistaranna.
Ilkay Gündogan er fyrirliði ensku meistaranna. AFP/Javier Soriano

Ilkay Gündogan, fyrirliði Manchester City, var hæstánægður eftir að ljóst varð að Manchester City væri orðið enskur meistari þriðja árið í röð. 

Þetta varð ljóst eftir að Arsenal tapaði fyrir Nottingham Forest í dag. Manchester City tekur á móti Chelsea á morgun þar sem bikarinn mun fara á loft í lok leiks.

„Enska úrvalsdeildin er án efa mest krefjandi og samkeppnishæfasta deild í heimi og það segir bara allt sem segja þarf um þetta afrek.“ sagði Gündogan.

„Að hafa unnið þennan bikar þrjú ár í röð og fimm sinnum á síðustu sex árum er ótrúlegt. Þessi gæði og stöðugleiki er það sem Manchester City stendur fyrir og tryggir það að félagið mun halda áfram að stefna hátt í framtíðinni. Þetta hefur verið tímabil sem ég mun aldrei gleyma.“ sagði Gündogan enn fremur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert