Allt farið í klúður síðan maður hætti

Guðni Bergsson lék með Tottenham á árunum 1988 til 1994.
Guðni Bergsson lék með Tottenham á árunum 1988 til 1994. mbl.is(Skapti Hallgrímsson

„Ég fylgist alltaf með mínum liðum, Bolton og Tottenham, og maður er heldur betur búinn að jesúsa sig yfir þessu blessaða Tottenham-liði,“ sagði Guðni Bergsson í Fyrsta sætinu, íþróttahlaðvarpi mbl.is og Morgunblaðsins, þegar rætt var um hans fyrrverandi knattspyrnufélag.

Guðni, sem er 57 ára gamall, lék með Tottenham á árunum 1988 til 1994 og ber enn þá sterkar taugar til félagsins.

„Hvenær ætlar þetta lið eiginlega að fara að vinna einhverja bikara?“ sagði hann.

„Það hefur allt farið í klúður síðan maður hætti þarna,“ grínaðist Guðni.

Hægt er að hlusta á umræðuna í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan en þátturinn er aðgengilegur á öllum helstu hlaðvarpsveitum.


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert