Jarrod Bowen skoraði eitt mark og lagði upp annað þegar lið hans West Ham United hafði betur gegn Leeds United, 3:1, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla í dag.
Rodrigo kom Leeds í forystu áður en Declan Rice jafnaði metin eftir laglega fyrirgjöf Bowens.
Í síðari hálfleik kom Bowen Hömrunum svo yfir áður en Manuel Lanzini innsiglaði sigurinn.
Mörkin fjögur má sjá í spilaranum hér að ofan.