Margrét Lára Viðarsdóttir og Bjarni Þór Viðarsson voru gestir Tómasar Þórs Þórðarsonar í Vellinum á Símanum Sport í kvöld.
Á meðal þess sem þau ræddu voru tvö atvik í leik Liverpool og Aston Villa á laugardag. Annars vegar var mark dæmt af Liverpool og hins vegar slapp Tyrone Mings með gult spjald þegar hann fór með takkana í Cody Gakpo.
Voru þau öll furðu lostin með að markið hafi ekki fengið að standa, en skiptar skoðanir voru á hvort Mings hafi átt að fá rautt spjald eður ei.
Umræðurnar má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann Sport.