Hinn 18 ára gamli Evan Ferguson skoraði tvö marka Brighton & Hove Albion þegar liðið vann 3:1-sigur á botnliði Southampton og tryggði sér þannig sæti í Evrópukeppni á næsta tímabili, í fyrsta sinn í sögu félagsins.
Bæði mörk Ferguson komu í fyrri hálfleik.
Í síðari hálfleik minnkaði Mohamed Elyounoussi muninn fyrir Southampton með skallamarki eftir hornspyrnu James Ward-Prowse og stuttu síðar virtist sem Theo Walcott væri búinn að jafna metin.
VAR dæmdi hins vegar markið af vegna rangstöðu þar sem handarkriki Walcott virtist rétt fyrir innan.
Pascal Gross innsiglaði svo sigur Brighton með góðu marki um miðjan síðari hálfleik.
Mörkin fjögur sem voru góð og gild, ásamt markinu sem var dæmt af, má sjá í spilaranum hér að ofan.