Tóku við bikarnum á heimavelli (myndskeið)

Manchester City varð í gær Englandsmeistari í fótbolta eftir að Arsenal tapaði fyrir Nottingham Forest, 1:0.

City hélt upp á titilinn með því að tefla fram hálfgerðu varaliði gegn Chelsea á heimavelli í dag og vinna 1:0.

Í myndskeiðinu hér fyrir ofan má sjá liðsmenn Manchester City taka við bikarnum í leikslok, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert