Anfield kvaddi fjóra (myndskeið)

Fjórir leikmenn enska knattspyrnufélagsins Liverpool kvöddu stuðningsmenn liðsins um nýliðna helgi þegar liðið gerði jafntefli gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn.

Leiknum lauk með 1:1-jafntefli en það var Roberto Firmino sem skoraði jöfnunarmark Liverpool í síðari hálfleik eftir að hafa komið inn á sem varamaður.

Þetta var síðasti heimaleikur hans fyrir félagið og þá kvöddu þeir James Milner, varafyrirliði liðsins, og þeir Alex Oxlade-Chamberlain og Naby Keita allir á laugardaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert