Bjarni: Arsenal klúðraði þessu

Í Vellinum á Símanum Sport í gær var rætt um Arsenal, sem var á toppi ensku úrvalsdeildarinnar stærstan hluta yfirstandandi tímabils en þarf að gera sér annað sætið að góðu eftir að Manchester City tryggði sér Englandsmeistaratitilinn um liðna helgi.

Eftir frábært gengi framan af missti Arsenal dampinn með því að gera þrjú jafntefli í röð og tapa svo fjórða leiknum.

Á meðan vann Man. City hvern einasta leik og því lék Tómasi Þór Þórðarsyni forvitni á að vita hvort gestum hans, Bjarna Þór Viðarssyni og Margréti Láru Viðarsdóttur, telji að Arsenal hafi klúðrað Englandsmeistaratitlinum eða hvort það væri einfaldlega bara ekki hægt að keppa við Man. City.

„Arsenal klúðraði þessu. Þeir klúðra þessu gegn Liverpool, þeir klúðra þessu gegn West Ham og Southampton. Það eru þessir þrír leikir þar sem þeir gefa þetta því miður frá sér.

Þeir klúðra þessu í þessum þremur leikjum, þar sem þeir komast 2:0 yfir í tveimur af þessum leikjum,“ sagði Bjarni Þór.

Umræðuna má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert