Forráðamenn enska knattspyrnufélagsins Manchester United eru sagðir undirbúa tilboð í serbneska framherjann Dusan Vlahovic.
Það er Football Transfers sem greinir frá þessu en Serbinn, sem er 23 ára gamall, er samningsbundinn Juventus á Ítalíu.
Framherjinn hefur áður greint frá því að hann vilji spila í Meistaradeildinni á næstu leiktíð en hann kostar í kringum 70 milljónir punda.
Hann hefur einnig verið orðaður við Chelsea að undanförnu en hann skoraði tíu mörk í 26 leikjum í ítölsku A-deildinni á tímabilinu.
Hann hefur einnig leikið með Fiorentina á Ítalíu, á árunum 2018 til 2022, en alls hefur hann skorað 61 mark í 139 leikjum í ítölsku A-deildinni.