Guðni þurfti að hughreysta franskan heimsmeistara

Youri Djorkaeff og Eyjólfur Sverrisson takast á.
Youri Djorkaeff og Eyjólfur Sverrisson takast á. mbl.is/Einar Falur Ingólfsson

„Ég get sagt ykkur það strákar að í íþróttum er pressan aldrei jafn áþreifanleg eins og þegar þú ert að standa í fallbaráttu,“ sagði Guðni Bergsson í Fyrsta sætinu, íþróttahlaðvarpi mbl.is og Morgunblaðsins, þegar hann ræddi um tíma sinn hjá Bolton á Englandi.

Guðni lék með liðinu á árunum 1995 til 2003 en liðið var í harðri fallbaráttu í ensku úrvalsdeildinni, tímabilin 2001-02 og 2002-03.

„Ég spilaði með Youri Djorkaeff sem varð meðal annars heimsmeistari með Frökkum og lék með liðum á borð við Inter Mílanó á ferlinum,“ sagði Guðni.

„Hann vann titla hér og þar og við vorum í botnbaráttunni með Bolton eitt árið og hann segir við mig að hann hafi aldrei á ævinni upplifað jafn mikla pressu eins og þá,“ sagði Guðni meðal annars.

Hægt er að hlusta á umræðuna í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan en þátturinn er aðgengilegur á öllum helstu hlaðvarpsveitum.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert