Líklegastur til þess að taka við Tottenham

Arne Slot gerði Feyenoord að Hollandsmeisturum á dögunum.
Arne Slot gerði Feyenoord að Hollandsmeisturum á dögunum. AFP/Maurice van Steen

Hollenski knattspyrnustjórinn Arne Slot er líklegastur til þess að taka við stjórnartaumunum hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Tottenham.

Það er The Athletic sem greinir frá þessu en Slot, sem er 44 ára gamall, gerði Feyenoord að hollenskum meisturum á keppnistímabilinu.

Slot hefur einnig stýrt AZ Alkmaar á þjálfaraferlinum en hann lék lengst af með Zwolle á leikmannaferlinum.

Tottenham leitar að nýjum stjóra eftir að Antonio Conte var rekinn í loks mars en í frétt Athletic kemur meðal annars fram að forráðamenn Tottenham séu að undirbúa viðræður við forráðamenn Feyenoord um að fá stjórann lausan frá Hollandi.

Tottenham þarf að borga upp samning Slot hjá Feyenoord og enska félagið gæti því þurft að borga allt upp í sex milljónir punda fyrir starfskrafta Hollendingsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert