Haaland mætti ásamt kærustunni í náttfötum

Erling Haaland hefur farið á kostum í ensku úrvalsdeildinni á …
Erling Haaland hefur farið á kostum í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. AFP/Oli Scarff

Norski framherjinn Erling Haaland stal senunni á meistarafögnuði enska knattspyrnufélagsins Manchester City sem fram fór á MNKY HSE-næturklúbbnum í Manchester, aðfaranótt mánudags.

Haaland, sem er 22 ára gamall, mætti ásamt kærustu sinni Isabel Johansen en þau voru bæði klædd í ljósblá silkináttföt.

Fjölmiðlar á Bretlandi hafa farið mikinn yfir fatavali Haalands og kærustunnar en norski framherjinn hefur skorað 36 mörk í ensku deildinni á tímabilinu.

Þá er liðið komið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, sem og úrslitaleik bikarkeppninnar, og því getur liðið unnið þrefalt á tímabilinu.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert