Knattspyrnumaðurinn Bukayo Saka hefur framlengt samning sinn við enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal til næstu fjögurra ára.
Þetta tilkynnti félagið á heimasíðu sinni í dag en nýr samningur Saka, sem er 21 árs gamall, rennur út sumarið 2027.
Hann hefur komið við sögu í öllum 37 leikjum Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu þar sem hann hefur skorað 13 mörk og lagt upp önnur 11.
Alls á hann að baki 178 leiki fyrir félagið þar sem hann hefur skorað 37 mörk og lagt upp önnur 40 en hann er uppalinn hjá félaginu.