Skrifar undir hjá Liverpool í vikunni

Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, ætlar sér stóra hluti á leikmannamarkaðnum …
Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, ætlar sér stóra hluti á leikmannamarkaðnum í sumar. AFP

Þjóðverjinn Jörg Schma­dtke mun skrifa undir samning við enska knattspyrnufélagið Liverpool í vikunni og mun hann taka við stöðu yfirmanns knattspyrnumála hjá félaginu í sumar.

https://www.mbl.is/sport/enski/2023/05/08/i_vidraedum_vid_liverpool/

Það er Liverpool Echo sem greinir frá þessu en Schmadtke tekur við starfinu af Julian Ward sem er á leið til Ajax í Hollandi.

Schma­dtke var yf­ir­maður knatt­spyrnu­mála hjá Wolfs­burg í rúm­lega fjög­ur ár en hann lét af störf­um hjá þýska fé­lag­inu í fe­brú­ar á þessu ári. Hann hef­ur einnig starfað hjá Köln og Hanno­ver á ferl­in­um.

Li­verpool ætl­ar sér stóra hluti á leik­manna­markaðnum í sum­ar og verður Schma­dtke í lyk­il­hlut­verki þegar kem­ur að því að laða að nýja leik­menn til fé­lags­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert