Þjóðverjinn Jörg Schmadtke mun skrifa undir samning við enska knattspyrnufélagið Liverpool í vikunni og mun hann taka við stöðu yfirmanns knattspyrnumála hjá félaginu í sumar.
https://www.mbl.is/sport/enski/2023/05/08/i_vidraedum_vid_liverpool/
Það er Liverpool Echo sem greinir frá þessu en Schmadtke tekur við starfinu af Julian Ward sem er á leið til Ajax í Hollandi.
Schmadtke var yfirmaður knattspyrnumála hjá Wolfsburg í rúmlega fjögur ár en hann lét af störfum hjá þýska félaginu í febrúar á þessu ári. Hann hefur einnig starfað hjá Köln og Hannover á ferlinum.
Liverpool ætlar sér stóra hluti á leikmannamarkaðnum í sumar og verður Schmadtke í lykilhlutverki þegar kemur að því að laða að nýja leikmenn til félagsins.