Stelur City heimsmeistaranum af Liverpool?

Alexis Mac Allister hefur verið sterklega orðaður við Liverpool undanfarna …
Alexis Mac Allister hefur verið sterklega orðaður við Liverpool undanfarna mánuði. AFP/Juan Mabromata

Manchester City hefur blandað sér í baráttuna um argentínska knattspyrnumanninn Alexis Mac Allister.

Það er breski miðillinn Mirror sem greinir frá þessu en Mac Allister, sem er 24 ára gamall, hefur verið sterklega orðaður við Liverpool undanfarnar vikur.

Hann hefur nú þegar samið um kaup og kjör við forráðamenn Liverpool en talið er að enska félagið þurfi að borga Brighton í kringum 60 milljónir punda fyrir leikmanninn.

Fullkominn arftaki Gündogans

Það bendir allt til þess að fyrirliði City, Ilkay Gündogan, sé á förum frá félaginu í sumar þegar samningur hans rennur út.

Forráðamenn City eru sagðir horfa til Mac Allister sem fullkomins arftaka fyrir Gündogan en City varð enskur meistari, þriðja árið í röð, á dögunum.

Mac Allister hef­ur komið við sögu í 33 leikj­um með Bright­on á tíma­bil­inu þar sem hann hef­ur skorað tíu mörk. Þá varð hann heims­meist­ari með Arg­entínu í des­em­ber á síðasta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert