Dunk og Eze í enska hópnum

Eberechi Eze hefur skorað tíu mörk fyrir Crystal Palace í …
Eberechi Eze hefur skorað tíu mörk fyrir Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. AFP/Ian Kington

Gareth Southgate, þjálfari enska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur tilkynnt 25 manna leikmannahóp fyrir leiki gegn Möltu og Norður-Makedóníu í undankeppni EM 2024 í næsta mánuði.

Lewis Dunk, miðvörður Brighton & Hove Albion, er í leikmannahópnum eftir frábæra frammistöðu á tímabilinu. Hann var síðast valinn í hópinn árið 2018, þegar hann lék sinn eina landsleik til þessa.

Eberechi Eze, sóknartengiliði Crystal Palace, er einnig launað fyrir góða frammistöðu á tímabilinu og er eini nýliðinn í landsliðshópnum að þessu sinni.

Markvörðurinn Nick Pope er frá vegna meiðsla og Raheem Sterling, kantmaður Chelsea, er ekki valinn að þessu sinni í samráði við Southgate.

Enski hópurinn:

Markverðir: Sam Johnstone (Crystal Palace), Jordan Pickford (Everton), Aaron Ramsdale (Arsenal).

Varnarmenn: Trent Alexander-Arnold (Liverpool), Lewis Dunk (Brighton & Hove Albion), Marc Guéhi (Crystal Palace), Harry Maguire (Manchester United), Tyrone Mings (Aston Villa), Luke Shaw (Manchester United), John Stones (Manchester City), Kieran Trippier (Newcastle United), Kyle Walker (Manchester City).

Miðjumenn: Jude Bellingham (Borussia Dortmund), Eberechi Eze (Crystal Palace), Conor Gallagher (Chelsea), Jordan Henderson (Liverpool), Kalvin Phillips (Manchester City), Declan Rice (West Ham United).

Sóknarmenn: Phil Foden (Manchester City), Jack Grealish (Manchester City), Harry Kane (Tottenham Hotspur), James Maddison (Leicester City),  Marcus Rashford (Manchester United), Bukayo Saka (Arsenal), Callum Wilson (Newcastle United).

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert