Fyrrverandi markvörður Liverpool leggur hanskana á hilluna

Brad Jones er hann var á mála hjá Liverpool.
Brad Jones er hann var á mála hjá Liverpool. AFP

Ástralski markvörðurinn Brad Jones, sem var á mála hjá enska knattspyrnuliðinu Liverpool á árunum 2010 til 2015, hefur ákveðið að leggja hanskana á hilluna.

Hann tilkynnti um ákvörðunina á samfélagsmiðlum í dag.

Jones var lengi vel á mála hjá Middlesbrough og lék þar 34 leiki í ensku úrvalsdeildinni. Þar var hann varamarkvörður líkt og hjá Liverpool, þar sem hann lék alls 11 leiki í ensku úrvalsdeildinni fyrir liðið og 27 leiki í öllum keppnum.

Tveimur árum eftir dvölina hjá Liverpool hélt Jones til Feyenoord í Hollandi og var þá lykilmaður hjá liðinu þegar það stóð uppi sem Hollandsmeistari árið 2017.

Síðast lék hann fyrir Perth Glory í heimalandinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert