Ástralski markvörðurinn Brad Jones, sem var á mála hjá enska knattspyrnuliðinu Liverpool á árunum 2010 til 2015, hefur ákveðið að leggja hanskana á hilluna.
Hann tilkynnti um ákvörðunina á samfélagsmiðlum í dag.
Jones var lengi vel á mála hjá Middlesbrough og lék þar 34 leiki í ensku úrvalsdeildinni. Þar var hann varamarkvörður líkt og hjá Liverpool, þar sem hann lék alls 11 leiki í ensku úrvalsdeildinni fyrir liðið og 27 leiki í öllum keppnum.
Tveimur árum eftir dvölina hjá Liverpool hélt Jones til Feyenoord í Hollandi og var þá lykilmaður hjá liðinu þegar það stóð uppi sem Hollandsmeistari árið 2017.
Síðast lék hann fyrir Perth Glory í heimalandinu.
1. The time has come to hang up my gloves and bring to an end this long journey that has taken me all over the world for the last 25yrs doing what I could only dream of as a young boy in Perth. pic.twitter.com/AV3456HrK3
— Brad Jones (@Brad_Jones1) May 24, 2023