Brighton og Englandsmeistarar Manchester City skildu jöfn, 1:1, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í Brighton í kvöld.
Phil Foden kom City yfir á 25. mínútu, en Julio Enciso jafnaði fyrir Brighton á 38. mínútu og þar við sat.
Erling Haaland kom boltanum í net Brighton á 80. mínútu, en markið var dæmt af vegna brots í aðdragandanum.
City er í toppsætinu með 89 stig, átta stigum á undan Arsenal í öðru sæti. Brighton er í sjötta með 52 stig og öruggt með sæti í Evrópudeildinni.