Kýs United frekar en Liverpool

Mason Mount gæti skipt yfir til Manchester United.
Mason Mount gæti skipt yfir til Manchester United. AFP/Glyn Kirk

Enski knattspyrnumaðurinn Mason Mount hefur meiri áhuga á að fara til Manchester United en Liverpool. Bæði félög hafa sýnt Mount áhuga, en hann á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Chelsea.

Mount hefur verið í aukahlutverki hjá Chelsea undanfarna mánuði og vill yfirgefa félagið til að spila meira. David Ornstein hjá Athletic segir Mount frekar vilja fara til United.

Að sögn Ornstein vill Chelsea fá um 70 milljónir punda fyrir miðjumanninn, sem hefur leikið 36 landsleiki fyrir England og er 24 ára gamall.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert